Home Fréttir Í fréttum Dýrafjarðargöng: „Nýtt upphaf fyrir Vestfirði“

Dýrafjarðargöng: „Nýtt upphaf fyrir Vestfirði“

230
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.
Fyrsta sprengja Dýrafjarðarganga var sprengd í Arnfarfirði í gær. Fjöldi manns var viðstaddur sprenginguna; íbúar, þingmenn, ráðherra, embættismenn og verkamenn og fleiri.

Áður en gangagröftur hefst er heitið á heilaga Barböru verndardýrling námu- og gangagerðarmanna að kaþólskum sið. Gangagerðarmenn Dýrafjarðarganga koma frá Tékklandi og starfa fyrir Metrostav. Metrostav og Suðurverk áttu lægsta tilboðið í Dýrafjarðargöng.

<>

Dýrafjarðargöng leysa af hólmi Hrafnseyrarheiði sem nær 550 metra hæð og er jafnan lokuð stóran hluta úr vetri. Ásamt endurbættum vegi um Dynjandisheiði verður hægt að tryggja heilsárssamgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða.

Fjölmenni var við sprenginguna í dag. „Hamingjudagur,“ segir Edda Arnholtz, íbúi í Dýrafirði.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ýtti á hnappinn fyrir fyrstu sprengjunni. Hann telur Dýrafjarðargöng marka nýtt upphaf fyrir Vestfirðinga í ljósi samgöngubótar Dýrafjarðarganga.

Beðið hefur verið eftir Dýrarfjarðargöngum áratugum saman og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir 36 ár vera síðan hann kom fyrst til að kynna sér aðstæður fyrir Dýrafjarðargöng.

Nemendur í grunnskólanum á Þingeyri létu sig ekki vanta í Arnarfirði í dag enda framtíðarnotendur ganganna. Áætluð verklok ganganna eru árið 2020.

Heimild: Rúv.is