Home Fréttir Í fréttum Byggt við Perluna fyrir 350 milljónir

Byggt við Perluna fyrir 350 milljónir

143
0
Mynd: rúv

Borgarráð hefur samþykkt að heimila að byggt verði viðbyggingu við Perluna sem yrði 850 fermetrar að grunnfleti og kosti borgin 350 milljónir króna. Er um að ræða nýtt hátæknivætt stjörnuver sem á að opna haustið 2018 en það verður hluti af nýrri náttúrusýningu í húsinu að því er Morgunblaðið greinir frá.Þó Reykjavíkurborg muni greiða fyrir kostnaðinn að viðbyggingunni mun Eignarhaldsfélagið Perla norðursins ehf. fjármagna búnað og lausafé tengt stjörnuverinu og er áætlað að það kosti 310 milljónir króna. Í stjörnuverinu á að verða allt umumlykjandi upplifun með öflugu hljóðkerfi og mestu myndgæðum sem í boði eru á heimsvísu í dag í 360 gráðum.

<>

Verður fyrsta sýningin í stjörnuverinu sérstaklega samin fyrir verið, en hún verður framleidd af Perlunni og Bowen Productions, sem sérhæfir sig í slíkum myndum, en hún verður byggð á verkum kunnra íslenskra ljósmyndara og kvikmyndatökumanna til að sýna náttúru og lífríki Íslands.

Heimild: Vb.is