Home Fréttir Í fréttum Halldóra Vífilsdóttir undirbýr nýbyggingu Landsbankans

Halldóra Vífilsdóttir undirbýr nýbyggingu Landsbankans

66
0

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt hefur gengið til liðs við Landsbankann og mun hún starfa í teymi sem vinnur að undirbúningi nýbyggingar bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

<>

Halldóra lauk BA-námi í arkitektúr frá Háskólanum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 1994. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í arkitektúr frá Tækniháskólanum í Helsinki árið 1997 og þá stundaði hún nám á meistarastigi í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2010.

Hún hefur meðal annars starfað sem arkitekt, hönnunarstjóri og framkvæmdastjóri auk þess sem hún hefur sinnt stundakennslu í framkvæmdafræði við Háskóla Íslands.

Halldóra hóf störf sem verkefnastjóri hjá Framkvæmasýslu ríkisins árið 2010 og var hún skipuð aðstoðarforstjóri stofnunarinnar í ágúst 2012. Hún hefur verið forstjóri Framkvæmdasýslunnar frá nóvember 2014. Hún lætur af því starfi í lok nóvember og verður í fullu starfi hjá Landsbankanum frá og með 1. desember næstkomandi.

Halldóra hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum en hún var meðal annars formaður nefndar menntamálaráðherra sem falið var að koma með tillögur að stefnu stjórnvalda í mannvirkjagerð. Hún tók einnig þátt í að móta gæðastefnu Reykjavíkurborgar á sviði manngerðs umhverfis.

Heimild: Visir.is