Home Fréttir Í fréttum Gangstéttir í miðborg Reykjavíkur víkja fyrir framkvæmdum

Gangstéttir í miðborg Reykjavíkur víkja fyrir framkvæmdum

107
0
Skjáskot af Rúv.is
Miklar framkvæmdir í miðborginni teygja sig víða yfir gangstéttir og þrengja að gangandi vegfarendum. Borgarbúi furðar sig á hversu langt er gengið og segir illfært um miðborgina.

Framkvæmdir setja mikinn svip á miðborgina þessa dagana enda eitt mesta framkvæmdaskeið í sögu borgarinnar yfirstandandi. Götum hefur verið lokað eða þær færðar til og gangandi vegfarendur fara ekki varhluta af raskinu.

<>

Theódór Helgi Ágústsson fór flestra sinna ferða á vespu en er orðinn sjóndapur og þurfti því að leggja hjólinu. Hann og fjölmargir eldri borgarar sækja sér mat á Vitatorg við Hverfisgötu um helgar en þar í nágrenninu eru miklar framkvæmdir.

Theódór segist vorkenna þeim sem fari ferða sinna í hjólastól því gangstéttir séu snubbóttar og oft erfitt að komast leiðar sinnar. „Þær eru bara horfnar hérna fyrir aftan mig. Svo á tveimur stöðum hérna neðar, þvert yfir götuna.

Það er verið að sprengja og grafa og steypa og verður það í einhvern tíma, það er rétt byrjað að byrja að steypa botnplötuna. Og hvaða áhrif hefur þetta? Ja það er bara illfært að ganga, og ég veit alveg hvernig þetta verður í vetur þegar það er búið að moka upp á þessa gangstétt sitt hvorum megin við, það er það sem ég kvíði mest fyrir,“ segir Theódór.

Heimild: Ruv.is