Home Fréttir Í fréttum OR hefur farið þess á leit að dómkvaddur matsmaður fenginn til að...

OR hefur farið þess á leit að dómkvaddur matsmaður fenginn til að meta ástæður skemmdanna

89
0
Mynd: Vísir/Vilhelm

Vesturhús höfuðstöðva OR er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. Málið var rætt á stjórnarfundi OR, þar sem ýmsum möguleikum var velt upp. Ákvörðun um aðgerðir liggur ekki fyrir.

Raki og mygla uppgötvast

Í september árið 2015 urðu starfsmenn OR varir við rakaskemmdir á innanverðum útveggjum vesturhússins við Bæjarháls. Mat á eðli og umfangi skemmdanna leiddi í ljós að skemmdir eru ekki bundnar við ákveðin svæði í húsinu heldur eru allir útveggir skemmdir. Önnur hús OR á lóðinni eru í ágætu ástandi. Þau eru öll byggð með öðrum hætti en vesturhúsið.

Vesturhúsið stendur autt. Tilraunaviðgerð hófst um mitt ár 2016 og nemur áfallinn kostnaður vegna skemmdanna 460 milljónum króna. Í júnímánuði síðastliðnum lá fyrir mat á árangri tilrauna til viðgerða og síðan hafa valkostir um framhaldið verið kannaðir.

Valkostirnir

Sex leiðir hafa verið skoðaðar til lausnar sem skipta má í lagfæringu eða endurbyggingu útveggja, að klæða húsið hlífðarkápu eða rífa það að hluta.

Valkostur

Áætlaður kostnaður í mkr.

Áætlaður líftími  (ár)

Verktími (mánuðir)

Regnkápa

1.740

50

18

Lagfæring veggja

1.500

15

24

Nýir veggir-álgluggakerfi

2.880

50

33

Nýir veggir-stál og timbur

2.380

50

33

Rífa húsið og byggja nýtt minna hús á grunni þess gamla

3.020

+50

42

Rífa húsið og starfsemi flutt í önnur hús á lóðinni

2.150

+50

18

Áætlanir um kostnað við þessar leiðir eru mislangt komnar en eins og taflan ber með sér eru allir kostir mjög dýrir. Fjárhæðirnar eru án áfallins kostnaðar.

OR hefur farið þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að dómkvaddur matsmaður verði fenginn til að meta ástæður skemmdanna og tjónið af þeim. Niðurstaðan verður grunnur að því að meta lagalega stöðu OR en í varúðarskyni reiknar fyrirtækið ekki með bótum í kostnaðaráætlunum.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

Þetta eru vond tíðindi. Við verðum þó að takast á við þann veruleika sem við okkur blasir. Okkur liggur ekki á að ákveða okkur og getum þess vegna gefið okkur tíma í gott samtal um hvernig er best að ráða fram úr stöðunni. Vesturhúsið stendur autt í dag og það truflar ekki grunnþjónustu við viðskiptavini.

Greinargerð um ástand á vesturhúsi og leiðir til úrbóta

Kynning á blaðamannafundi – vesturhús OR

Heimild: Orkuveitan

Previous articleÞað er mikið að gerast í Urriðaholti þessa dagana
Next articleGangstéttir í miðborg Reykjavíkur víkja fyrir framkvæmdum