Home Fréttir Í fréttum Reisa 60 íbúðir í Naustahverfi

Reisa 60 íbúðir í Naustahverfi

210
0
Mynd/Hörður Geirsson

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu tveggja fjölbýlishúsa við Ásatún í Naustahverfi á Akureyri. Að framkvæmdunum stendur félagið Ásatún ehf., sem er í eigu Sævars Helgasonar, Ásgeirs Más Ásgeirssonar, Páls Jónssonar og Þorsteins Hlyns Jónssonar. Félagið hefur fengið byggingaleyfi fyrir 60 íbúðum eða fjórum fimmtán íbúða húsum. Áætlað er að fyrstu 30 íbúðirnar verði tilbúnar í byrjun árs 2016 en hinar 30 snemma á árinu 2017.

<>

Um er að ræða tvær stærðir á íbúðum; annars vegar 65 fermetra 2ja-3ja herbergja íbúðir og hins vegar 85 fermetra 3ja-4ra herbergja íbúðir.

Sævar Helgason segir markaðinn hafa kallað eftir minni íbúðum og eftirspurn sé eftir slíku íbúðarhúsnæði á svæðinu, þar sem byggt hefur verið töluvert af stærra húsnæði undanfarin ár.

Heimild: Vikudagur.is