Home Fréttir Í fréttum Sundabraut verði skoðuð nánar

Sundabraut verði skoðuð nánar

518
0
MYND/ONNO

Verði Sundabraut skoðuð sem framkvæmd í einum áfanga er mögulega hægt að fjármagna verkefnið að fullu með veggjöldum. Starfshópur leggur til við ráðherra að útboðsrammi verði útbúinn og kannað hvaða aðilar séu hugsanlega reiðubúnir að koma að verkefninu í einhvers konar undirbúningsfélagi með ríkinu.

<>

Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps um aðkomu einkaaðila í umfangsmiklum samgönguverkefnum og fjármögnun þeirra. Skýrslan var afhent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra nýverið og mun ráðherra í framhaldinu meta hvernig farið verður með tillögurnar sem þar er að finna.

Hópnum var falið að setja fram lista yfir verkefni sem koma til álita en kannaði sérstaklega verkefni sem Vegagerðin hefur talið koma til greina í einkaframkvæmd í samgöngum.

Umfangsmesta verkefnið sem starfshópurinn kannaði var gerð Sundabrautar. Smíði Vestmannaeyjaferju var líka skoðuð, nýr vegur um Kjöl, Axarvegur, Fjarðarheiðargöng, Súðavíkurgöng og Lónsheiðargöng.

Heimild: Vísir.is