Home Fréttir Í fréttum Leiðréttingin var óréttlát aðgerð

Leiðréttingin var óréttlát aðgerð

65
0

Gylfi Arnbjörnsson segir að skuldaleiðréttingunni hafi verið beint til fólks sem þurfti ekki á henni að halda.

<>

Orsakasambandið á milli væntinga til stjórnmálanna og þeirra krafna sem er verið að halda á lofti núna í kjaraviðræðum – hvaða loforð eru þetta nákvæmlega þarna að baki?

„Taktu bara leiðréttinguna stóru, sem fólst í því að leiðrétta einhver atvik í fortíðinni. Það er gert með þeim hætti að það eru bara hreinlega ekki allir sem fá notið hennar. Kannski er verið að höfða til einhvers hóps, í einhverjum breytingum, sem síst hafði þörf fyrir þær. Eflaust getur það gert eitthvað við þessa fjármuni, en það verð­ ur ekki sagt að sá hópur hafi verið í einhverri neyð. Á sama tíma er annar hópur, kannski í tekjulægri endanum eða millitekjunum, sem fær mjög takmarkað út úr þessu og verður auðvitað dálítið reiður. Hvernig er hægt að ráðstafa 80 milljörðum af verðmætum í gegnum skattlagningu, og það er hvorki komið til móts við fólk í dýru leiguhúsnæði eða fólk í félagslegri neyð? Það bara einhvern veginn situr til hliðar og horfir á þetta og fær hvorki samtal né umhyggju um sína stöðu,“ segir Gylfi.

 

Heimild: Vb.is