Home Fréttir Í fréttum Toppstöðin verði að samfélagsmiðstöð í Elliðaárdal

Toppstöðin verði að samfélagsmiðstöð í Elliðaárdal

234
0
Mynd: Trípolí arkitektar

Toppstöðin í Elliðaárdal mun ganga í endurnýjun lífdaga á næstu misserum verði áætlanir borgaryfirvalda að veruleika. Borgarráð samþykkti á dögunum að auglýst yrði eftir samstarfsaðilum um þróun og uppbyggingu hússins. Hin 70 ára gamla fyrrum vararafstöð hefur að miklu leyti staðið tóm undanfarin ár, utan frumkvöðlaseturs sem rekið er í hluta byggingarinnar.

<>
Túrbínusalur Mynd: Trípolí arkitektar

Borgaryfirvöld vonast til þess að hægt verði að byggja upp nýjan og áhugaverðan áfangastaðí Elliðaárdal meðáherslu á samfélagsleg verkefni sem opin verði almenningi. Í tilkynningu er t.d. minnst á frumkvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi eða sýninga-, menningar- og fræðslustarfsemi.

Toppstöðin bakvið Mynd: Trípolí arkitektar

Sjálfstæðismenn í borginni lögðust gegn fyrirætluninni í samtali við Fréttablaðið á laugardag og bentu á aðþeim 250 milljónum sem áætlað er að leggja í viðhald hússins væri betur variðí grunn- og leikskólum borgarinnar. S. Björn Blöndal, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, segir rangt að blanda þessum tveimur málum saman og telur að verkefnið geti komið borginni til góða og glætt svæðiðí Elliðaárdal enn meira lífi.

Ketilhús Mynd: Trípolí arkitektar

Heimild: Visir.is