Home Fréttir Í fréttum Takmarka frekari byggingu hótela í miðbænum

Takmarka frekari byggingu hótela í miðbænum

95
0
Mynd: Kári Gylfason - RÚV

orgaryfirvöld staðfestu tvær breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í dag. Önnur breytingin varðar takmörkun á frekari byggingu hótela við Laugaveg og í miðborginni og hin er um fjölgun íbúða á fjölmörgum þéttingarreitum í borginni.

<>

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði frá þessum breytingum á Facebooksíðu sinni í dag.

„Báðar eiga það sameiginlegt að við erum að takast á við örar breytingar í borg í hraðri þróun,“ sagði Dagur um breytingarnar.

Varðandi byggingu hótela sagði Dagur að borgaryfirvöld teldu nóg komið af svo góðu í miðbænum. Vinna eigi að því að dreifa ferðamönnum um borgina.

Heimild: Visir.is