Leikskólar á Reykjavíkursvæðinu eru margir hverjir illa farnir og mikil þörf er á viðhaldi bæði á lóðum og húsum. RÚV greindi frá þessu. Talað var við nokkra leikskólastjóra á svæðinu sem segja margir hverjir að skólalóðin sé í slæmu ástandi. Þá sé húsnæði í slæmum málum. Alltaf fáist sömu svörin; að það vanti fjármagn.
Mygla og mölflugur
Leikskólinn Kvistaborg í Fossvogi hefur glímt við alvarlegt mygluvandamál undanfarið. Þá hafði leikskólastjórinn, Guðrún Gunnarsdóttir, lengi óskað eftir því að húsnæði skólans yrði skoðað. Hún taldi að rakastig væri yfir mörkum þar inni.