Home Fréttir Í fréttum 01.08.2017 Skarðsvegur (793) í Skarðsdal

01.08.2017 Skarðsvegur (793) í Skarðsdal

345
0

Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu Skarðsvegar (793) í Skarðsdal í Siglufirði, á kafla sem byrjar skammt neðan við núverandi skíðaskála og nær að fyrirhuguðum skíðaskála  sunnan Leyningsár.  Lengd útboðskaflans er um 1,22 km auk 5.300 m2 bílastæðis við efri enda kaflans.

<>

Helstu magntölur eru:

– Efnisvinnsla 14.900 m3

– Bergskeringar 11.000 m3

– Fyllingar 42.500 m3

– Fláafleygar 25.100 m3

– Ræsi 146 m

– Neðra burðarlag (styrktarlag) 11.600 m3

– Efra burðarlag 3.300 m3

– Tvöföld klæðing 14.800 m2

– Frágangur fláa 56.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2018.

Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri og í móttöku Vegagerðarinnar, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 17. júlí, 2017.

Verð útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 1. ágúst 2017  og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð á sömu stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.