Túrbína Þeistareykjavirkjunar var flutt á 108 hjóla trukki
Flutningaskipið BBC Polonia kom í gærkvöld til Húsavíkur með fyrri túrbínu og rafal sem setja á upp í Þeistareykjavirkjun. Trúbínan var svo flutt upp á Þeistareykjavirkjun. Túrbínan vegur um 134 tonn og er eitthvert þyngsta stykki sem flutt hefur verið um vegi landins.
Túrbínan var flutt á 108 hjóla trukki, en annar stór trukkur var fyrir framan til að draga og sá þriðji sá um að ýta. Það var gert til að tryggja öryggi ferðarinnar, en á leiðinni eru umtalsverðar brekkur.
Gaukur Hjartarson tók meðfylgjandi myndbönd, en það fyrra sýnir hersinguna keyra fram hjá Háagerðinu á Húsavík í lögreglufylgd með túrbínuna, áleiðis upp að Þeistareykjum.
https://www.facebook.com/gaukurh/videos/1182471321800845/
Neðra myndbandið sýnir þegar 100 tonna rafal var skipað upp í dag. Það myndband er sýnt á 25 földum hraða.
https://www.facebook.com/gaukurh/videos/1182469491801028/
Heimild: 641.is