Home Fréttir Í fréttum Reykjavíkurborg tvöfaldar fjármagn til malbikunar

Reykjavíkurborg tvöfaldar fjármagn til malbikunar

54
0
Mynd: DV.is

Reykjavíkurborg mun eyða tvöfalt meiri fjármunum til malbikunar og viðgerða á vegum en í ár. Þetta kemur fram í Borgarsýn, tímariti umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og greint er frá á vef RÚV.

<>

Alls verður einum og hálfum milljarði króna varið til viðgerða á götum og til malbikunar í Reykjavík á næsta ári. Er það nærra tvöfalt meira fé en hefur verið varið til málaflokksins á þessu ári. Auk viðgerða og malbikunar mun borgin einnig endurgera götur, þar á meðal Hafnarstræti milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu, og endurgerð gatnamóta Lækjargötu og Geirsgötu.

Borgin mun alls fjárfesta fyrir rúmlega 14 milljarða króna á næsta ári. 6,2 milljarðar verða settir í nýbyggingar, þar af 1,75 milljarðar í skóla í Úlfarsárdal.

Heimild: Pressan.is