Home Fréttir Í fréttum Samstarf um stækkun fim­leikaaðstöðu með viðbyggingu hjá Gróttu

Samstarf um stækkun fim­leikaaðstöðu með viðbyggingu hjá Gróttu

112
0

Seltjarn­ar­nes­bær og Reykjavíkurborg ætla að standa sam­an að stækk­un íþróttaaðstöðu Gróttu á Seltjarn­ar­nesi til að bæta aðstöðu til fim­leikaiðkun­ar.

<>

Hug­mynd­in er að gera viðbygg­ingu við nú­ver­andi íþróttaaðstöðu, en gert er ráð fyr­ir að aðstaðan verði tilbúin eftir tvö ár. Reykjavíkurborg mun greiða leigu á aðstöðu fyrir iðkendur sem búsettir eru í Reykjavík. Gildistími samningsins er 20 ár frá því að aðstaðan verður tekin í notkun. Að samningstíma liðnum framlengist samningurinn um fimm ár í senn.

Upp­haf viðræðna sveit­ar­fé­lag­anna nær til samþykkt­ar á fundi sam­bands sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2010, en þá stefndu sveit­ar­stjór­arn­ir á aukið sam­starf í íþrótta­mál­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Það voru bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir og borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson sem undirrituðu samkomulagið í fimleikasal Gróttu þriðjudaginn 13. desember. Við sama tækifæri undirrituðu Elín Smáradóttir formaður Gróttu og Gylfi Dalmann formaður KR samkomulag sem miðar að því að efla enn frekar samstarf og skipulagningu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga og afreksfólk innan sinna raða.

Heimild: Seltjarnarnes.is