Home Fréttir Í fréttum Bún­ir und­ir mögu­lega spennu­hækk­un á Eskifjarðarlínu 1 og Stuðlalínu 2

Bún­ir und­ir mögu­lega spennu­hækk­un á Eskifjarðarlínu 1 og Stuðlalínu 2

144
0
Unnið að lagn­ingu strengj­anna. Ljós­mynd/​Landsnet

Vinnu er lokið við að styrkja jarðstrengi í Eskifjarðalínu 1, milli Eskifjarðar og Ey­vind­arár við Eg­ilsstaði, Stuðlalínu 2, milli Stuðla í Reyðarf­irði og Eskifjarðar, og Nes­kaupstaðarlínu 1, milli Nes­kaupstaðar og Eskifjarðar.

<>

Jarðstreng­irn­ir liggja á milli loftlínu og tengi­virk­is í Eskif­irði og Norðfirði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Landsneti.

„Mark­mið verk­efn­is­ins var að auka orku­flutn­ings­get­una þannig að jarðstreng­irn­ir við tengi­virkið á Eskif­irði og Norðfirði verði ekki tak­mark­andi held­ur í sam­ræmi við flutn­ings­getu loftlín­anna sem þeir tengj­ast. Nýju jarðstreng­irn­ir eru gerðir fyr­ir 132 kV spennu þó að þeir séu nú rekn­ir á 66 kV spennu. Með þessu er búið að und­ir­búa mögu­lega spennu­hækk­un á Eskifjarðarlínu 1 og Stuðlalínu 2,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Und­ir­bún­ing­ur að verk­efn­inu hófst 2015 en byrjað var á því að skipta út jarðstrengj­um við tengi­virkið á Eskif­irði 2016. Verk­inu lauk í síðustu viku, þegar Nes­kaupstaðarlína 1 var tek­in í rekst­ur.

„Lokafrá­gang­ur á flug­vell­in­um í Norðfirði dróst vegna veðurs en í síðustu viku náðist að ljúka öll­um frá­gangi í og við flug­völl­inn enda veður­skil­yrði óvenjugóð miðað við árs­tíma.

Úttekt á yf­ir­borðsfrá­gangi á streng­leiðum fer fram næsta vor og þá verður unnið að úr­bót­um ef þörf þykir.

„Nýju jarðstreng­irn­ir koma í staðinn fyr­ir eldri strengi sem voru of af­kasta­litl­ir og sköpuðu því flösku­háls í kerf­inu á nokkr­um stöðum.  Þessi fram­kvæmd við end­ur­nýj­un jarðstrengj­anna skipt­ir miklu máli fyr­ir raf­orku­ör­yggi á svæðinu,“ seg­ir Nils Gúst­avs­son, fram­kvæmda­stjóri fram­kvæmda- og rekstr­ar­sviðs.“

Heimild: Mbl.is