Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin

Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin

152
0

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að sjóböðum sem reisa á skammt norðan Húsavíkur. Gert er ráð fyrir að fyrstu gestirnir fari í sjóböðin fyrri hluta árs 2018.

<>

Í tilkynningu segir að sjóböðin verði „einstakur baðstaður skammt norðan Húsavíkur með útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin.“ Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum.
15-09-2016-sjobod-vid-husavik1
Gert er ráð fyrir að gestir á fyrsta ári verði um 40.000 og fjölgi jafnt og þétt en stærstu hluthafar í fyrirtækinu sem stendur að baki sjóböðunum eru Tækifæri hf., Norðursigling, Baðfélag Mývatnssveitar, Orkuveita Húsavíkur og Dimmuborgir ehf.

Heimild og myndir: Vísir.is