Home Fréttir Í fréttum Viðeyjarsund verður dýpkað

Viðeyjarsund verður dýpkað

22
0
Landfyllingar og dýpkunarsvæði sem voru til umfjöllunar í umhverfisstefnu sem lauk 2022. Nýtt athafnasvæði er auðkennt með rauðum hring. Mynd/Efla

Faxaflóahafnir ætla að ráðast í miklar framkvæmdir í Sundahöfn í Reykjavík á næstu árum.

Nýlega var sagt  í Morgunblaðinu frá áformum um lengingu Sundabakka, sem hefur verið til kynningar í Skipulagsgáttinni.

Þar hefur einnig verið til kynningar fyrirhuguð dýpkun á Viðeyjarsundi. Hún er talin aðkallandi framkvæmd vegna þess að æ stærri skip, þ.e risastór skemmtiferðaskip, hafa komið í Sundahöfn hin seinni ár.

Mat Faxaflóahafna er að með tilliti til öryggismála sé þessi dýpkun nauðsynleg sem allra fyrst til að lágmarka áhættuna á slysum í höfninni vegna stórra skipa.

Heimild: Mbl.is