Samkvæmt síðasta ársreikningi átti einn aðili allt hlutafé.
Skiptalokum Handafls ehf. er lokið og var 468 milljónum króna lýst í þrotabúið. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins var tilgangur þess viðskiptaráðgjöf og starfsmannaleiga.
Skiptum lauk með úthlutunargerð úr þrotabúinu, en samkvæmt henni greiddust veðkröfur fyrir tæpar 14 milljónir og forgangskröfur fyrir 52 milljónir. Ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur.
Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins sem birtist vorið 2018 var tæplega 40 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Eignir voru bókfærðar á 212 krónur og var fjöldi ársverka 170. Skuldir voru samtals 147 milljónir króna.
Heildarlaunakostnaður fyrirtækisins nam 1,2 milljörðum árið 2017.
Samkvæmt ársreikningnum átti félagið 2,9% hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Via Health.
Georg Georgiou var eigandi alls hlutafjár í árslok 2017.
Heimild: Vb.is












