F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hlíðarendi. Yfirborðsfrágangur 2025. Útboð nr. 16227.
Lauslegt  yfirlit yfir verkið :
Verkið felst í að ganga frá yfirborði gangstétta og bílastæða meðfram suður- og vesturhlið H-reits á Hlíðarenda ásamt því að leggja götulýsinga og ganga frá fyrirliggjandi veitubúnaði veitufyrirtækja upp í yfirborð.
Meðal verkliða eru jarðvinna fyrir fjarskiptalögnum götulýsingar, götulýsingarstrengjum, gróðurbeðum og ljósastaurum.
Lagning og frágangur fjarskiptalagna götulýsingar, snjóbræðslulagna og  götuljósastrengja ásamt upphækkun niðurfalla, spindla og loka vatns- og hitaveitu og frágangur í yfirborði.
Einnig útjöfnun fyllingar og frágangur undir malbik og hellulögn með púkkmulningi. Í verkinu skal einnig leggja sérsteyptan kantstein, helluleggja, ganga frá gróðurbeðum, götugögnum og reisa ljósastaura, setja yfirborðsmerkingar á götur og stíga ásamt því að setja upp umferðarmerki.
Verkið skal vinna í samræmi við ákvæði gildandi reglugerða sem eiga við þessa framkvæmd og er verktaki að fullu ábyrgur fyrir því að þeim sé fylgt.
Helstu magntölur eru:
- Afrétting fyrir götu/göngustíga 450 m2
 - Gröftur 60 m3
 - Gröftur fyrir veitur 170 m3
 - Fylling fyrir veitur 100 m3
 - Götulýsing – jarðstrengir og jarðvír 600 m
 - Götulýsing – ljósleiðarapípur 370 m
 - Götulýsing – ljósastólpar 12 stk.
 - Púkkmulningur 1.050 m2
 - Snjóbræðsla 480 m2
 - Malbik 90 m2
 - Sérsteyptur kantsteinn 140 m
 - Hellulögn 690 m2
 
Verkinu er skipt í tvo áfanga. Áfangi 1 er eftir vesturhlið H-reits og áfangi 2 er eftir suðurhlið H-reits. Áætlað er að ljúka skuli áfanga 1 áður en hægt er að byrja á áfanga 2.
- Áfanga 1 skal lokið fyrir 15.05.2026.
 - Áfanga 2 skal lokið fyrir 15.06.2026.
 
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 15:45, 3. nóvember 2025. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 18. nóvember 2025.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur.
		
	











