Home Fréttir Í fréttum Landsvirkjun hyggst byggja þjónustuhús fyrir Vaðölduver

Landsvirkjun hyggst byggja þjónustuhús fyrir Vaðölduver

55
0
Meðfylgjandi tölvugerð mynd sýnir úthlit hússins á norð-vesturhlið þess. Mynd: Landsvirkjun

Landsvirkjun hyggst byggja þjónustuhús fyrir Vaðölduver á Faxaflötum 2a á Hellu. Húsið mun verða Svansvottað og verða þar með annað mannvirki Landsvirkjunar sem hlýtur slíka vottun.

Hönnun húss og lóðar er í fullum gangi og gert er ráð fyrir að farið verði í útboð eftir áramót og að hægt verði að hefja framkvæmdir við byggingu hússins vorið 2026.

Þjónustuhúsið verður um 350 fermetrar og þar verður að finna skrifstofurými, fundarherbergi, kaffiaðstöðu og bílskúr. Einnig verður sérstök hjólageymsla á lóðinni.

Heimild: Facebooksíða Landsvirkjunar