Home Fréttir Í fréttum Fast­eignafélag Óla Vals og Eiríks í þrot

Fast­eignafélag Óla Vals og Eiríks í þrot

144
0
Óli Valur Steindórsson. Ljósmynd: Aðsend mynd

Sonur Karls Werners­sonar átti um þriðjungs­hlut í félaginu.

Ekkert fékkst upp í 27 milljón kröfur sem lýstar voru í félagið Akra­fell ehf. en skiptum lauk í byrjun vikunnar.

Félagið var lýst gjaldþrota með úr­skurði héraðs­dóms Reykja­víkur 14. maí síðastliðinn en engar eignir fundust í búinu.

Til­gangur félagsins er þróun fast­eigna og bygging, um­breyting, viðhald og rekstur fast­eigna, fast­eigna­umsýsla og eigna­hald fast­eigna, kaup, sala og al­menn eigna­umsýsla.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi átti Sjávaríðan ehf. 50% hlut í félaginu en fjár­festirinn Óli Valur Steindórs­son á helmings­hlut í félaginu á móti Jóni Hilmari Karls­syni, syni Karls Werners­sonar.

Eignar­halds­félagið VGJ ehf., sem er í eigu Eiríks Vignis­sonar, átti síðan 17% hlut í félaginu.

Félagið Snæbreið ehf., sem er einnig í 50% eigu Jóns Hilmars, á síðan önnur 17% hlut í félaginu.

Jón Hilmar átti því um 33,3% hlut í félaginu, samkvæmt síðasta ársreikningi.

Yfir 700 milljónir í tekjur árið 2022
Félagið hafði engar rekstrar­tekjur árið 2023 en var með 715,5 milljónir króna í tekjur árið 2022.

Niður­staðan 2023 var tap að fjár­hæð 334.807 krónur, en árið 2022 skilaði félagið 106 milljónum króna í hagnað.

Eigið fé nam 357,3 milljónum króna í árs­lok 2023, saman­borið við 357,6 milljónir króna í árs­lok 2022.

Hluta­fé að nafn­verði var 250,5 milljónir króna og var óbreytt milli ára. Eigin­fjár­hlut­fall stóð í 90,67% í lok árs 2023 en var 93,02% í lok árs 2022.
Enginn arður var greiddur árið 2024.

Heimild: Vb.is