Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir tilboðum í verkið:
„Vetrarþjónusta í Þorlákshöfn, 2025-2028“
Í verkinu felst snjóruðningur á stofnbrautum, húsagötum, bílaplönum stofnana og á hafnarsvæði í Þorlákshöfn.
Helstu magntölur eru:
- Forgangur 1 (rauðar götur): 20 km.
- Forgangur 2 (bláar götur): 10 km.
- Bílaplön stofnana í Þorlákshöfn.
- Hafnarsvæði Þorlákshafnar.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef Ölfuss á vefslóðinni: https://olfus.ajoursystem.net/tender eftir kl. 17:00 þann 22. september 2025.
Útboðsgögn afhent: | 22.09.2025 kl. 17:00 |
Skilafrestur | 23.10.2025 kl. 10:00 |
Opnun tilboða: | 23.10.2025 kl. 10:00 |
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Ölfuss eigi síðar en kl. 10:00 þann 23. október 2025. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar tilboði hefur verið skilað á útboðsvefinn. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.