Home Fréttir Í fréttum Fyrstu húsin í nýjum íbúakjarna Fljótsdals gætu verið risin næsta sumar

Fyrstu húsin í nýjum íbúakjarna Fljótsdals gætu verið risin næsta sumar

24
0
Mynd: Unnar Erlingsson

Allra fyrstu íbúðarhúsin í nýskipulögðum íbúakjarna í Fljótsdal sem ber nafnið Hamborg gætu verið risin strax næsta vori eða sumar. Þar um að ræða tvö íbúðarhús sem hreppurinn byggir sjálfur og hyggst leigja út auk eins parhúss sem ætlað skal tekjulágum fjölskyldum.

Aldrei hefur neinn íbúakjarni verið í Fljótsdalnum en fyrstu vísar að því gætu orðið sjáanlegir í mjög náinni framtíð og hugsanlega strax næsta vor eða sumar. Það ferli gengið tiltölulega hratt eftir að hreppurinn ákvað að þar skyldi komið upp íbúakjarna en um hríð hefur verið töluverð eftirspurn eftir íbúðum og lóðum á svæðinu að sögn Helga Gíslasonar sveitarstjóra.

Stofnframlag HMS bíður afgreiðslu

Það einnig hreppurinn sjálfur sem steig fyrstu skrefin þegar öll leyfi voru í húsi því þá þegar var ákveðið að leita til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar Brák hses. um byggingu parhúss í Hamborg en Brák hses. byggir og leigir út án hagnaðasjónarmiða og fyrst og fremst ætlað tekjulágum fjölskyldum.

„Brák var búið að óska eftir stofnframlagi ríkisins gegnum Húsnæðis- og mannvirkjasjóð (HMS) en stofnvirði parhússins er um 93 milljónir króna. Hreppurinn leggur sjálfur til 12% af þeirri upphæð í samræmi við lögin og mér skilst að umsóknin sé nú þegar komin á borð stjórnar HMS og bíði þar afgreiðslu,“ segir Helgi. „Ef grænt ljós fæst þar gæti þetta parhús orðið það fyrsta sem rís í Hamborginni en hreppurinn er reyndar líka þegar með á teikniborðinu hönnun tveggja einbýlishúsa sem hugmyndin er að leigja út. Einhverjar þessara bygginga munu verða þær fyrstu sem rísa í Hamborg.“

Eftirspurn sannarlega til staðar

Að sögn sveitarstjórans er þess utan búið að ganga frá sölu á einni lóð og sá aðili ætlar sér að byrja strax á næsta ári.

„Það er auk þess töluvert af áhugasömum aðilum sem eru spenntir og eru að skoða málin svo ég er bjartsýnn á að góður vísir að nýrri byggð hér gæti farið að myndast á næsta ári. Allt lítur meira og minna vel út með þetta verkefni.“

Heimild: Austurfrett.is