Home Fréttir Í fréttum Nýr hótelturn teygir sig til himins í Reykjavík

Nýr hótelturn teygir sig til himins í Reykjavík

37
0
Svona kemur hótelið til með að líta út að verkinu loknu. Tölvuteikning/Kettle Collective og Art-verk

Hótelturninn á horni Skúlagötu og Vitastígs í Reykjavík er smám saman að verða að veruleika eins og þeir sem eiga leið hjá taka eftir.

Vinnan við bygginguna var í fullum gangi þegar ljósmyndari blaðsins kom þar við í vikunni.

Hótelið sem mun rísa verður rekið undir merkjum Radisson Red og verður 17 hæðir. Hótelturninn verður að óbreyttu síðasta háhýsið við Skúlagötu sem er tíu hæðir eða hærra, en sú uppbygging hófst á 9. áratugnum.

Hótelið verður 17 hæðir með 211 herbergjum auk tveggja hæða kjallara sem verður að hluta nýttur sem bílastæðahús.

Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í fyrra verður hótelturninn að hluta samsettur úr forsmíðuðum stáleiningum sem smíðaðar eru í Póllandi.

Heimild: Mbl.is