Home Fréttir Í fréttum 60 þúsund fermetrar af fasteignum ríkisins standa auðir

60 þúsund fermetrar af fasteignum ríkisins standa auðir

48
0
Tollhúsið er eitt af þremur stærstu húsum ríkisins sem standa auð. Reykjavíkurborg – Sigurður Ólafur Sigurðsson

Raki eða mygla hafa greinst í nærri helmingi þess húsnæðis íslenska ríkisins sem stendur auður. Alls á eða leigir ríkið 60 þúsund fermetra af húsnæði þar sem engin starfsemi fer fram.

Íslenska ríkið á eða leigir 60 þúsund fermetra húsnæði sem stendur autt. Rúmlega tvo þriðju þess húsnæðis er að finna á höfuðborgarsvæðinu og raki eða mygla hefur fundist í hátt í helmingi þess húsnæðis sem stendur autt.

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Dags. B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Af 60 þúsund fermetrum húsnæðis sem stendur autt er 44 þúsund þeirra að finna á höfuðborgarsvæðinu. Minnst er um autt húsnæði á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra, þar standa tæplega 800 fermetrar auðir.

Dagur B. Eggertsson óskaði upplýsinga um húsnæði ríkisins sem stendur autt. Ráðherra segir að húsnæðiskostnaður Stjórnarráðsins sé háður miklum annmörkum og því hafi nýtt húsnæði verið keypt og gert við annað.
RÚV – Arnór Fannar Rúnarsson

Til stendur að selja hluta húsnæðisins á almennum markaði eða þróa það nánar, samkvæmt svari fjármálaráðherra. Þar eru tiltekin Tollahúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5-7 og Grensásvegur 9.

Í svari ráðherra kemur fram að rúmlega fjórðungur húsnæðisins stendur auður vegna raka eða myglu. Það er að stærstum hluta á höfuðborgarsvæðinu en einnig húsnæði á Vesturlandi.

Húsnæðið sem stendur autt er verðmetið á tæpa ellefu milljarða króna.

Heimild: Ruv.is