„Við höfum verulegar áhyggjur af því hvernig þessi mál eru að þróast. Það var vitað að ef að yrði mikið um að vera í byggingariðnaði þá yrði skortur, því við töpuðum alveg heilu árgöngunum af mannskap úr landi, það svona að stórum hluta yngri mannskapnum. Og fyrirtæki hafa brugðist við með því að vera að nota ófaglærða menn í iðnaðarstörf,“ segir Finnbjörn.
Brot á lögum
Finnbjörn segir að það halli mjög á neytendur, sem eigi í fyrsta lagi erfitt með að útvega sér þjónustu iðnaðarmanna og fái að lokum ófaglærða menn í verkin.
„Það er náttúrlega verið að brjóta iðnaðarlögin og neytendalögin, en við erum náttúrlega ekki lögregla í landinu sem getur farið að elta þetta uppi,“ segir Finnbjörn.
Erlendum verkamönnum fjölgar
Iðnaðarfyrirtæki hafa brugðist við skorti á iðnaðarmönnum með því að flytja erlent vinnuafl til landsins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni er hartnær tíundi hver starfandi maður á Íslandi af erlendu bergi brotinn. Ætla má að hlutfallslega séu margir í iðnaðargreinum.
Finnbjörn segir hins vegar að erfitt sé að afla vottorða um menntun erlendu verkamannanna.
„Það gengur mjög illa hjá okkur að fá fyrirtæki til að framvísa vottorðum um að þeir séu með menntun,“ segir hann.
Af hverju heldurðu að það sé?
„Væntanlega vegna þess að þeir eru ekki með faglærða menn.“
Heimild: Ruv.is