Home Fréttir Í fréttum Hugmyndafræðin þvert á vilja íbúa

Hugmyndafræðin þvert á vilja íbúa

14
0
Þessi fjölbýlishús verða steinsnar frá fyrirhuguðu Krossmýrartorgi í Höfðahverfinu. mbl.is/Baldur

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni, seg­ir ekki úti­lokað að bíla­stæðamál verði að kosn­inga­máli í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um næsta vor.

„Það er ekki úti­lokað. Ég finn mjög vel á borg­ar­bú­um að þeir eru langþreytt­ir á að ekki skuli vera á þá hlustað, að hér séu valda­flokk­ar sem hlusti ekki á vilja íbúa held­ur keyri áfram ein­hvern fag­ur­gala og ein­hverj­ar hug­mynda­fræðileg­ar stefn­ur sem eru al­gjör­lega á skjön við það hvernig fólk vill fá að velja að lifa hér í þess­ari borg,“ seg­ir Hild­ur.

Til­efnið er sú stefna borg­ar­inn­ar að byggja beri held­ur bíla­stæðahús en bíla­kjall­ara í nýj­um hverf­um sem borg­ar­lína á að þjóna.

Spurð um það sjón­ar­mið að bíla­stæðahús kunni að færa líf í ný hverfi með því að skapa sam­eig­in­leg­an áfangastað fyr­ir íbúa, og um leið mögu­leika á versl­un og þjón­ustu á jarðhæð, seg­ir Hild­ur lang­flesta borg­ar­búa vilja hafa bíla­stæði við heim­ili sín. Þessi stefna hafi áður birst í kröfu um versl­un­ar­rými á jarðhæð fjöl­býl­is­húsa á þétt­ing­ar­reit­um, til dæm­is á Hlíðar­enda, en niðurstaðan oft­ar en ekki orðið auð rými. Það hafi reynst hús­byggj­end­um dýrt og íbúðar­eig­end­ur að lok­um borgað brús­ann.

Hafa ekki áhuga á Keldna­landi
Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, seg­ir að vegna þess­ar­ar bíla­stæðastefnu borg­ar­inn­ar hafi fyr­ir­tækið ekki áhuga á Keldna­landi.

„Við höf­um satt að segja eng­an áhuga á því. Við eig­um af illri nauðsyn tvær lóðir á Höfða enda er viðvar­andi lóðaskort­ur á höfuðborg­ar­svæðinu sem er annað heima­til­búið vanda­mál. Það er neðst á for­gangslist­an­um að byggja á Höfðanum vegna tak­mark­ana á bíla­stæðum, en við tök­um mið af eft­ir­spurn og ósk­um kaup­enda og íbúðar­eig­enda við for­gangs­röðun.“

Nán­ar má lesa um málið á bls.6 í Morg­un­blaðinu í dag og í Mogga-app­inu.

Heimild: Mbl.is