Home Fréttir Í fréttum Samningur undirritaður um 2. áfanga íþróttahúss við Heiðarborg

Samningur undirritaður um 2. áfanga íþróttahúss við Heiðarborg

118
0
Á myndinni eru Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna, Hannes Baldursson, framkvæmdastjóri K16 ehf. og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri.

Undirritaður hefur verið samningur við K16 ehf. um annan áfanga byggingu nýs íþróttahúss við Heiðarborg. Samningurinn felur í sér frágang innanhúss, lagnir, innréttingar og búnað ásamt lóðafrágangi. Verklok eru 1. ágúst 2026.

K16 ehf. sá einnig um 1. áfanga verksins, þær framkvæmdir hafa gengið vel og er nú að ljúka.

Efla verkfræðistofa mun líkt og áður sjá um verkeftirlit framkvæmda en umsjón með verkinu fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar hefur Hlynur Sigurdórsson, verkefnastjóri framkvæmda og eigna hjá Umhverfis- og skipulagsdeild sveitarfélagsins.

Heimild: Hvalfjardarsveit.is