Home Fréttir Í fréttum Samverk nú í eigu Stjörnublikks

Samverk nú í eigu Stjörnublikks

29
0
Einfölduðum svo starfsemina og stilltum fókus,“ segir Finnbogi Geirsson um áherslurnar sem nú gilda í rekstri Stjörnublikks. mbl.is/Árni Sæberg

„Að hafa góða sam­starfs­menn og skulda helst aldrei neitt. Þetta eru mik­il­væg atriði í fyr­ir­tækja­rekstri sem hafa gef­ist mér vel,“ seg­ir Finn­bogi Geirs­son, for­stjóri Stjörnu­blikks ehf. Á dög­un­um var gengið frá kaup­um Stjörnu­blikks í Kópa­vogi á Gler­verk­smiðjunni Sam­verki á Hellu úr þrota­búi Kamba ehf.

Kamb­ar urðu gjaldþrota í apríl síðastliðnum og þá strax í kjöl­farið hóf­ust um­leit­an­ir skipta­stjóra að koma eig­um og rekstri bús­ins í verð. Úr varð að Stjörnu­blikk keypti glerfram­leiðsluna og hefst sú starf­semi að nýju strax eft­ir versl­un­ar­manna­helgi.

Sölu­skrif­stof­urn­ar tvær hafa þegar verið opnaðar. Þær eru á Eyjasandi 2 á Hellu í verk­smiðju­hús­inu þar og á Smiðju­vegi 2 í Kópa­vogi und­ir sama þaki og Stjörnu­blikk. Fyr­ir­tæk­in Sam­verk og Stjörnu­blikk verða þó að öllu leyti rek­in aðskil­in.

Heimild: Mbl.is