Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stækkun á baðstaðnum Fontana á Laugarvatni

Stækkun á baðstaðnum Fontana á Laugarvatni

59
0
Fylling út í Laugarvatn og paradísin stækkuð. Skólabyggingar og íþróttamannvirki að baki. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikl­ar fram­kvæmd­ir standa yfir á Laug­ar­vatni um þess­ar mund­ir við stækk­un baðstaðar­ins Font­ana.

Reist verður 1.139 fer­metra hús þar sem meðal ann­ars verða nýir bún­ings­klef­ar og eimbað. Einnig er út­búið 600 fer­metra baðlón með bar. Mann­virki þessi eru að hluta til á fyll­ingu út í Laug­ar­vatnið og eru rétt aust­an við nú­ver­andi aðstöðu.

„Segja má að þetta verk­efni sé viðbragð við vin­sæld­um Font­ana. Hér stoppa marg­ir sem eru á Gullna hringn­um, leiðinni Þing­vell­ir, Geys­ir og Gull­foss. Á góðum degi koma hingað 400-500 manns og því þarf að bæta nú­ver­andi aðstöðu sem er löngu sprung­in,“ seg­ir Sig­urður Rafn Hilm­ars­son fram­kvæmda­stjóri Font­ana í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is