Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vinna við skurð samkvæmt leyfi

Vinna við skurð samkvæmt leyfi

56
0
Undirbúningur vegna Hvammsvirkjunar er þegar hafinn þó að virkjanaleyfið liggi hjá Hæstarétti en framkvæmdaleyfið liggur þegar fyrir. Tölvuteikning/Landsvirkjun

Þær fram­kvæmd­ir sem þegar eru hafn­ar við Hvamms­virkj­un, meðal ann­ars und­ir­bún­ing­ur frá­rennslis­skurðar, eru sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fram­kvæmda­leyfi. Þetta seg­ir Ólöf Rós Kára­dótt­ir, verk­efna­stjóri Hvamms­virkj­un­ar hjá Lands­virkj­un, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Rík­is­út­varpið ræddi í gær við ábú­anda á Stóra-Núpi, sem er í um tveggja kíló­metra fjar­lægð frá fyr­ir­hugaðri virkj­un. Sagði hann að mik­il trufl­un væri af spreng­ing­um vegna fram­kvæmda Lands­virkj­un­ar, þar sem loft­bylgj­ur skyllu á hús­um og hest­ar fæld­ust. Þá sagði ábú­and­inn aug­ljóst að ekki væri aðeins um und­ir­bún­ings­vinnu að ræða, vinna við frá­rennslis­skurð væri haf­in og það væri beinn hluti af virkj­ana­fram­kvæmd­um.

Virkj­ana­leyfið ligg­ur nú hjá Hæsta­rétti sem á eft­ir að skera úr um lög­mæti þess og því óheim­ilt að hefja vinnu við sjálfa virkj­un­ina.

Í fullu sam­ræmi við leyfið

„Við erum með gilt fram­kvæmda­leyfi og þetta er í fullu sam­ræmi við það,“ seg­ir Ólöf Rós. „Þessi frá­rennslis­skurður er vissu­lega hluti af virkj­ana­fram­kvæmd­inni en við ger­um ekk­ert í ánni fyrr en við erum kom­in með ör­uggt virkj­ana­leyfi. Það er virkj­ana­leyfið sem er hjá Hæsta­rétti en ekki fram­kvæmda­leyfið.“

Auk vinn­unn­ar við frá­rennslis­skurðinn er nú meðal ann­ars unnið að vega­gerð á fram­kvæmda­svæðinu og und­ir­bún­ingi vinnu­búða.

Spurð út í trufl­un­ina frá spreng­ing­um á fram­kvæmda­svæðinu sem ábú­and­inn á Stóra-Núpi lýs­ir seg­ir Ólöf að þetta sé í fyrsta skipti sem hún frétti af slíkri trufl­un.

„Við höf­um aldrei heyrt af neinu í lík­ingu við þetta og finn­um þetta ekki sjálf,“ seg­ir hún. „En þetta gef­ur okk­ur kannski ástæðu til að við herðum okk­ur í upp­lýs­inga­gjöf­inni og lát­um vita hvenær spreng­ing­arn­ar eru að koma,“ seg­ir Ólöf Rós. Hún tek­ur þó fram að Lands­virkj­un hafi látið vita að spreng­ing­ar yrðu á svæðinu í sum­ar.

Þá seg­ir Ólöf Rós að Lands­virkj­un sé með titr­ings­mæla í ná­grenni við fram­kvæmda­svæðið og þeir hafi ekki bent til þess að mik­il áhrif séu frá spreng­ing­un­um. „Við erum líka að fara að mæla hljóð beggja vegna við ána svo að við þekkj­um áhrif­in af þeim enn þá bet­ur.“

Heimild: Mbl.is