Unnið er að samkomulagi vegna bruna sem kom upp í nýbyggingu fiskeldisstöðvar Arctic Fish í Tálknafirði árið 2023.
Byggingarfélagið Eykt hagnaðist um 121 milljón króna í fyrra, samanborið við 113 milljóna hagnað árið 2023. Velta félagsins dróst saman um 17% milli ára. Stærstu verkefni ársins voru m.a. vinna við nýjan Landspítala, auk nýrra höfuðstöðva Icelandair.

Í skýrslu stjórnar segir að unnið sé að samkomulagi vegna bruna sem kom upp í nýbyggingu fiskeldisstöðvar Arctic Fish í Tálknafirði árið 2023 þar sem Eykt var byggingaraðili. Endanleg niðurstaða gæti haft áhrif á afkomu félagsins.
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.
Heimild: Vb.is