Home Fréttir Í fréttum Minni sala vegna framkvæmda

Minni sala vegna framkvæmda

42
0
Mikið rask er á Laugavegi vegna framkvæmdanna. mbl.is/Ólafur Árdal

Versl­un­ar­menn við Lauga­veg eru afar ósátt­ir vegna fram­kvæmda á Vatns­stíg milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu, sem hef­ur tölu­verð áhrif á um­ferð viðskipta­vina inn í versl­an­irn­ar.

Marg­ir kaup­menn hafa beðið spennt­ir eft­ir sumri þegar mest um­ferð er á Lauga­vegi en ótt­ast nú að sal­an í sum­ar verði mun minni en gert var ráð fyr­ir.

Fram­kvæmd­irn­ar á Vatns­stíg hóf­ust í mars en í apríl færðust þær upp á Lauga­veg. Þær ná inn á göngu­göt­una á Lauga­vegi og hafa versl­un­ar­menn orðið var­ir við að fólk veigri sig við að ganga á þeim hluta göt­unn­ar þar sem fram­kvæmd­irn­ar eru. Það hafi óhjá­kvæmi­lega áhrif á rekst­ur versl­an­anna.

Lydía Kims er fjár­mála­stjóri Ramma­gerðar­inn­ar en ein af versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins stend­ur við Lauga­veg 31. Hún seg­ir að þau finni þegar fyr­ir áhrif­um fram­kvæmd­anna. Tíma­setn­ing­in sé afar óheppi­leg og all­ar fram­kvæmd­ir á miðjum Lauga­vegi yfir sum­ar­tím­ann séu takt­laus­ar. Bend­ir hún á að for­svars­menn borg­ar­inn­ar mættu meta bet­ur hvaða sam­fé­lags­legu áhrif fram­kvæmd­irn­ar hafi.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is