Home Fréttir Í fréttum Árni hættir hjá Húsasmiðjunni

Árni hættir hjá Húsasmiðjunni

46
0
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Ljósmynd/M. Flovent

Árni Stef­áns­son, for­stjóri Húsa­smiðjunn­ar, hef­ur und­ir­ritað starfs­loka­samn­ing við eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins.

Frá þessu grein­ir Árni, sem hef­ur starfað hjá Húsa­smiðjunni í 12 ár, á Face­book-síðu sinni en þar seg­ir hann:

„Ég hef haft þá ánægju að starfa með og kynn­ast frá­bæru fólki og viðskipta­vin­um í gegn­um árin en fyr­ir­tækið er eitt fjöl­breytt­asta versl­un­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og rek­ur fjölda starfstöðva á landsvísu und­ir merkj­um Húsa­smiðjunn­ar, Blóma­vals og Ískrafts.“

Skilað hagnaði í rúm­an ára­tug

Þá seg­ir Árni að starfið hafi verið skemmti­legt og tölu­verð áskor­un en þegar hann tók við fyr­ir­tæk­inu vorið 2013 var það með 9% eig­in­fjár­hlut­fall og hafði rekst­ur­inn verið erfiður árin á und­an.

„Við höf­um skilað hagnaði und­an­far­in 11 rekstr­ar­ár og byggt nokkr­ar glæsi­leg­ar versl­an­ir. Rekst­ur­inn stend­ur sterkt með rúm­lega 5 millj­arða eigið fé, um 60% eig­in­fjár­hlut­fall og arðgreiðslur. Á þess­um tíma höf­um við inn­leitt marg­ar nýj­ung­ar í versl­un, mannauðs- og um­hverf­is­mál­um og byggt sam­an frá­bær­an starfs­anda í breiðum hópi á sjötta hundrað starfs­manna,“ skrif­ar Árni.

Að lok­um tek­ur hann fram að þakk­læti til sam­starfs­fólks og tryggra viðskipta­vina standi hon­um efst í huga og að hann haldi bros­andi út í sum­arið.

Heimild: Mbl.is