Home Fréttir Í fréttum Fá ekki frekari bætur þrátt fyrir galla og myglu

Fá ekki frekari bætur þrátt fyrir galla og myglu

44
0
Umfangsmiklir gallar voru á húsinu sem meðal annars urðu til raka- og mygluskemmda sem metnar voru á tugi milljóna. Kaupendurnir lögðu hins vegar kröfu sína fram mörgum árum eftir að fyrningarfrestur var runninn út. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Hjón í Hafnar­f­irði fá ekki frek­ari bæt­ur vegna veru­legra galla í ein­býl­is­húsi sem þau keyptu fyr­ir um 16 árum. Var kom­in veru­leg mygla í út­veggi eign­ar­inn­ar vegna þess að frá­gang­ur var ekki í sam­ræmi við hönn­un­ar­gögn sem meðal ann­ars lokaði loft­flæði að mestu inn und­ir klæðningu. Matsmaður hafði kom­ist að þeirri niður­stöðu að kostnaður við úr­bæt­ur væri um 21,6 millj­ón­ir.

Húsið var byggt á ár­un­um 2003 og 2004 fyr­ir upp­haf­lega eig­end­ur. Seldu þau svo hjón­un­um eign­ina árið 2008 fyr­ir 54 millj­ón­ir, en um er að ræða 206 fer­metra ein­býl­is­hús.

Áður verið ágrein­ing­ur um galla

Hjón­in sem keyptu húsið gerðu fyrst at­huga­semd­ir við ætlaða galla á fast­eign­inni árið 2011 og var þá fram­kvæmt mat þar sem fram kom að úr­bæt­ur á metn­um ágöll­um kostuðu sam­tals 4,2 millj­ón­ir. Var það kostnaður við til­fær­ing­ar svo unnt væri að gera loka­út­tekt á fast­eign­inni, kostnað við úr­bæt­ur á raka­sperru, úr­bæt­ur á frá­gangi sam­skeyta á þakkönt­um og þakpappa og rakaþétt­ingu og að lok­um lag­fær­ing­ar á skemmd­um af völd­um leka og úr­bæt­ur á hita­kerfi húss­ins.

Fór það svo að trygg­inga­fé­lag greiddi 3,3 millj­ón­ir úr starfs­ábyrgðartrygg­ingu ann­ars bygg­ing­ar­stjóra fast­eign­ar­inn­ar vegna hluta gall­anna. Var það svo dóm­ur héraðsdóms að hinn bygg­ing­ar­stjór­inn og selj­end­urn­ir ættu að greiða rúm­lega hálfa millj­ón vegna þess sem eft­ir stóð, vegna ófull­nægj­andi frá­gangs á raka­vörn í bíl­skúr fast­eign­ar­inn­ar.

Fluttu úr hús­inu vegna slæmr­ar heilsu

Eng­in sam­skipti áttu sér stað á milli fólks­ins þangað til í júní 2022. Sögðu hjón­in að þá hefði heilsa fjöl­skyld­unn­ar í nokk­urn tíma verið slæm og farið hafi verið að skoða með myglu. Ekk­ert hafi í fyrstu fund­ist, en þau á end­an­um ákveðið að flytja úr eign­inni vegna slæmr­ar líðanar.

Í kjöl­farið hafi þau svo kom­ist að því að röng upp­setn­ing á ein­angr­un út­veggja hafi orðið þess vald­andi að raki komst að köld­um út­veggj­um fast­eign­ar­inn­ar þannig að mygla myndaðist. Töldu þau fyrst að kostnaður við úr­bæt­ur gæti numið tveim­ur millj­ón­um en hækkaði svo í þrjár millj­ón­ir og um 10 millj­ón­ir við að út­rýma myglu.

Mat úr­bæt­ur vegna ágalla á um 21,6 millj­ón­ir

Fóru þau síðan fram á að fá dómskvadd­an mats­mann og áætlaði hann að heild­ar­kostnaður við úr­bæt­ur vegna ágalla næmi um 21,6 millj­ón­um. Var að lok­um krafa hjón­anna upp á um­rædd­ar 21,6 millj­ón­ir auk 3,4 millj­óna í útlagðan kostnað við úr­bæt­ur og 7,6 millj­ón­ir vegna förg­un­ar inn­an­stokks­muna og fatnaðar, auk 2 millj­óna í miska­bæt­ur.

Bæði Héraðsdóm­ur Reykja­ness og nú Lands­rétt­ur hafa hins veg­ar kom­ist að því að kröf­ur hjón­anna vegna galla séu fyrnd­ar þar sem kaup­andi glati rétti til að bera fyr­ir sig vanefnd ef ekki er til­kynnt um galla eða aðrar vanefnd­ir inn­an fimm ára frá af­hend­ingu fast­eign­ar, nema selj­andi hafi ábyrgst hana í lengri tíma.

Löngu fyrnt en deilt um stór­kost­legt gá­leysi

Þar sem þau til­kynntu um ætlaðar vanefnd­ir tæp­lega 14 árum eft­ir af­hend­ingu er niðurstaða dóm­stól­anna að rétt­ur þeirra hafi löngu verið fall­inn niður nema sýnt sé að selj­andi hafi ábyrgst eign­ina í lengri tíma eða sýnt af sér stó­kost­legt gá­leysi eða fram­ferði sem stríði gegn heiðarleika og góðri trú.

Töldu kaup­end­ur að selj­end­urn­ir hefðu sýnt af sér stór­kost­legt gá­leysi og fram­ferðið ekki verið heiðarlegt eða í góðri trú. Er vísað til að eign­in hafi verið keypt fok­held að inn­an og þau lokið við innri frá­gang. Þannig hafi selj­end­urn­ir borið ábyrgð á frá­gangi á loft­un þaks og frá­gangi á ein­angr­un og múr­un út­veggja að inn­an. Sá frá­gang­ur hafi ekki verið í sam­ræmi við viður­kennd vinnu­brögð og verið ástæða myglu­mynd­un­ar.

Hins veg­ar kem­ur fram að fólkið sem seldi hafi ráðið til sín iðnmeist­ara á viðeig­andi sviðum til að ann­ast frá­gang­inn að inn­an og bygg­ing­ar­stjóra til að hafa yf­ir­um­sjón og eft­ir­lit með þeirri fram­kvæmd á meðan hún stóð yfir. Tel­ur dóm­ur­inn ósannað að fólkið hafi að ein­hverju leyti sjálft ann­ast þá fram­kvæmd og að þau hafi mátt treysta því að þeir iðnmeist­ar­ar sem þau réðu til að ann­ast fram­kvæmd­ina, inntu vinnu sína af hendi í sam­ræmi við þær kröf­ur sem gerðar eru og að bygg­ing­ar­stjóri hefði virkt eft­ir­lit með því.

Eng­in loka­út­tekt hafði farið fram við söl­una

Einnig er vísað í fyrri dóm­inn þar sem fólk­inu voru dæmd­ar bæt­ur árið 2013. Kem­ur þar fram að þegar kaup­samn­ing­ur hafi verið gerður hafi kaup­end­ur staðfest að hafa kynnt sér gögn um að bygg­ing­arstig eign­ar­inn­ar væri skráð á 4. stig, þ.e. sem fok­held bygg­ing. Því er ekki fall­ist á að selj­end­urn­ir hafi leynt upp­lýs­ing­um um loka­út­tekt sem hafði ekki farið fram.

Tel­ur dóm­ur­inn því ekk­ert komið fram sem sýni fram á stór­kost­legt gá­leysi selj­enda og telst kröf­u­tíma­bilið fyrnt. Und­ir þetta tek­ur Lands­rétt­ur. Sam­tals var kaup­end­un­um gert að greiða selj­end­un­um sam­tals 3,2 millj­ón­ir í máls­kostnað á báðum dóm­stig­um.

Heimild: Mbl.is