Home Fréttir Í fréttum Óseldar íbúðir fyrir milljarðatugi

Óseldar íbúðir fyrir milljarðatugi

23
0
Reitirnir eiga það sameiginlegt að rífa þurfti eldri byggingar til að rýma fyrir nýrri byggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að selja tæp­lega 40 íbúðir á átta þétt­ing­ar­reit­um í Reykja­vík frá ára­mót­um. Fyr­ir vikið eru tæp­lega 260 íbúðir óseld­ar á þess­um reit­um.

Miðað við að bygg­ing­ar­kostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 millj­ón­ir hef­ur kostað sam­tals um 20 millj­arða króna að byggja íbúðirn­ar 260 sem eru óseld­ar.

Reit­irn­ir eiga það sam­eig­in­legt að rífa þurfti eldri bygg­ing­ar til að rýma fyr­ir nýrri byggð. Skip­holt 1 er kannski und­an­tekn­ing en þar var gam­alt hús end­ur­gert og byggt við það. Þá eiga reit­irn­ir það sam­eig­in­legt að henta fólki sem kýs bíl­laus­an lífs­stíl.

Beðið eft­ir vaxta­lækk­un
Fyrstu reit­irn­ir af þess­um átta komu í sölu árið 2023. Þá var vaxta­hækk­un­ar­ferl­inu ekki lokið en síðan hef­ur Seðlabank­inn lækkað vexti. Þetta hafði ásamt öðru áhrif á fast­eigna­markaðinn og sagði fast­eigna­sali sem Morg­un­blaðið ræddi við nú beðið eft­ir næstu vaxta­lækk­un.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna á bls. 10 í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is