
Búið er að selja tæplega 40 íbúðir á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Fyrir vikið eru tæplega 260 íbúðir óseldar á þessum reitum.
Miðað við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað samtals um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru óseldar.
Reitirnir eiga það sameiginlegt að rífa þurfti eldri byggingar til að rýma fyrir nýrri byggð. Skipholt 1 er kannski undantekning en þar var gamalt hús endurgert og byggt við það. Þá eiga reitirnir það sameiginlegt að henta fólki sem kýs bíllausan lífsstíl.
Beðið eftir vaxtalækkun
Fyrstu reitirnir af þessum átta komu í sölu árið 2023. Þá var vaxtahækkunarferlinu ekki lokið en síðan hefur Seðlabankinn lækkað vexti. Þetta hafði ásamt öðru áhrif á fasteignamarkaðinn og sagði fasteignasali sem Morgunblaðið ræddi við nú beðið eftir næstu vaxtalækkun.
Nánari umfjöllun er að finna á bls. 10 í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is