Home Fréttir Í fréttum Vel gengur að reisa hótel við Hafnarstræti á Akureyri

Vel gengur að reisa hótel við Hafnarstræti á Akureyri

35
0
Framkvæmdir ganga mjög vel við hótelbygginguna Myndir TBG og akureyri.is

Flutningaskipið FWN Performer kom um miðjan febrúar með hóteleiningar til uppbyggingar á Hótel Akureyrar við Hafnarstræti. Þeim var skipað upp á Tangabryggju og fluttar á byggingrastað.

Ásýndarteikning af húsaröðinni Hafnarstræti 67-77.

Vel hefur gengið að reisa hótelið, en í fyrrasumar var samþykkt breytinga á deiliskipulagi miðbæjar vegna uppbyggingar hótelsins. Þær fólust m.a. í því að heimilt var að hækka byggingar við Hafnarstræti 73 og 75 – þ.e. nýbyggingu og núverandi byggingu sem verða 5 hæðir með risþaki.

Heimild: Vikubladid.is