Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Börnin „heim“ í sumar

Börnin „heim“ í sumar

17
0
Kostnaður við breytingar á húsnæðinu var þá tæplega 1,3 milljarðar króna. mbl.is/sisi

Fram­kvæmd­ir við leik­skól­ann Brákar­borg við Klepps­veg ganga vel. Bú­ist er við að starf­semi skól­ans flytji aft­ur „heim“ eft­ir sum­ar­frí. Þess­ar upp­lýs­ing­ar fékk Morg­un­blaðið hjá Reykja­vík­ur­borg.

Brákar­borg flutti á Klepps­veg 150-152 í lok sum­ars 2022, en í hús­næðinu var áður kyn­líf­stækja­versl­un­in Adam og Eva. Kostnaður við breyt­ing­ar á hús­næðinu var þá tæp­lega 1,3 millj­arðar króna.

Ákveðið var síðsum­ars 2024 að loka leik­skól­an­um og var starf­sem­in til bráðabirgða flutt í Ármúla. Ástæðan var galli við hönn­un eða bygg­ingu skól­ans en álag af steypu og torfi á þaki leik­skól­ans reynd­ist of mikið.

Viðgerðir voru boðnar út og átti Ístak lægsta til­boðið, rúm­ar 223 millj­ón­ir króna.

Borg­ar­ráð samþykkti að haf­in yrði rann­sókn á því hvað hefði farið úr­skeiðis við fram­kvæmd­ina og hvar ábyrgðin ligg­ur.