Home Fréttir Í fréttum Glittir í göt á slitnum vinnubuxum

Glittir í göt á slitnum vinnubuxum

33
0
Slitinn vegur og hættulegur. Við Köldukvísl í Mosfellsbæ, staður sem er nefndur í viðtalinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Stór hluti hring­veg­ar­ins – leiðin úr Þing­eyj­ar­sýsl­um og til Reykja­vík­ur – er í slæmu ástandi. Þetta seg­ir Gunn­laug­ur Svein­björns­son, vöru­flutn­inga­bíl­stjóri hjá Eim­skip. Hann keyr­ir frá Húsa­vík og ekur lands­hluta á milli oft í hverri viku. „Und­ir­lag vega er víða alltof veikt svo þeir gefa sig. Á mörg­um stöðum er slit­lagið sprungið svo yf­ir­borðið lík­ist mósa­ík­mynd. Hefjast þarf handa um viðgerðir strax og víða þarf end­ur­bygg­ingu,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Hann seg­ir að í raun megi líkja þjóðveg­um lands­ins „við gaml­ar vinnu­bux­ur; stag­bætt­ar með saum­sprett­um þar sem víða glitt­ir í göt.“

Í vöru­flutn­ing­um Eim­skips á þjóðveg­un­um eru 170 bíl­ar. Þar við bæt­ast svo nokkr­ir tug­ir flutn­inga­bíla sem verk­tak­ar og sam­starfsaðilar gera út. „Aðstæður á veg­um að und­an­förnu hafa verið óboðleg­ar,“ seg­ir Edda Rut Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri inn­an­lands­sviðs Eim­skips. Morg­un­blaðið ræddi við Eddu og Gunn­laug um stöðu mála.

„Und­ir­lag veg­anna er víða alltof veikt svo þeir gefa sig og síga niður,“ seg­ir Gunn­laug­ur Svein­björns­son, hér við Húsa­vík­ur­bíl­inn. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Snill­ing­ar láta hluti ganga upp
„Á síðustu vik­um hef­ur í nokkr­um til­vik­um komið til þess að leyfi­leg­ur öxulþungi bíla á veg­un­um hafi verið lækkaður í sjö til tíu tonn. Þetta var til dæm­is raun­in á Bröttu­brekku og í Döl­um og því varð að beina bíl­um á Vest­fjarðaleiðinni annað; um Holta­vörðuheiði og Strand­ir.

Blætt hef­ur úr klæðningu á veg­un­um og það víða um landið. Blæðing­un­um fylg­ir mik­il hætta; tjöruk­less­ur sem jafn­vel vega nokk­ur kíló setj­ast á bíl­ana og fylla mynstur dekkj­anna. Því fylg­ir mik­il hætta í hálku og veld­ur skemmd­um,“ seg­ir Edda Rut, sem í þessu sam­bandi legg­ur áherslu á að vöru­flutn­ing­ar séu ein af lífæðum sam­fé­lags­ins.

„Dag­lega flytj­um við með vöru­flutn­inga­bíl­um nauðsynja­vör­ur út á land sem krefjast hraðrar af­hend­ing­ar. Utan af landi er það svo að miklu leyti fersk­ur fisk­ur sem flutt­ur er í vinnsl­ur og út­flutn­ing sem styður verðmæta­sköp­un fyr­ir þjóðarbúið. Þetta er ein stór keðja þar sem hver hlekk­ur er mik­il­væg­ur,“ seg­ir Edda Rut og held­ur áfram:

Edda Rut Björns­dótt­ir.

Öryggi og af­hend­ing
„Leyfi­leg­ur heild­arþungi flutn­inga­bíla er 49 tonn en er stund­um sett­ur í 44 tonn. Þá hef­ur þurft að fjölga bíl­um á ein­staka leiðum til að tryggja af­hend­ingu. Stund­um er líka hægt að fresta ein­staka send­ing­um um tvo eða þrjá daga, þá í sam­ráði við viðskipta­vini okk­ar. Bíl­stjór­arn­ir og þau sem stýra akstr­in­um eru snill­ing­ar í að láta mál ganga upp. Það breyt­ir því þó ekki að vegi þarf að bæta til að tryggja ör­yggi í um­ferðinni og vöru­af­hend­ingu. Eim­skip og önn­ur flutn­inga­fyrr­tæki greiða há um­ferðartengd gjöld í formi þunga­skatts og ann­ars, sem mik­il­vægt er að skili sér í innviðafram­kvæmd­ir.“

Nán­ari um­fjöll­un er á finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 6. mars.

Heimild: Mbl.is