Home Fréttir Í fréttum Byggingafélag námsmanna og Alverk semja um byggingu 70 nýrra námsmannaíbúða

Byggingafélag námsmanna og Alverk semja um byggingu 70 nýrra námsmannaíbúða

299
0
Mynd : Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri og Sara Sigurðardóttir, stjórnarformaður Byggingafélags námsmanna, Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks, Gísli Örn Bjarnhéðinsson fjármálastjóri Alverks og Samúel Guðmundsson frá verkfræðistofunni Dynju eftir undirritun samninga.

Byggingafélag námsmanna og Alverk ehf. hafa samið um byggingu 70 nýrra námsmannaíbúða ásamt byggingu leikskóla við Arnarbakka í Breiðholti. Framkvæmdir eru að hefjast við niðurrif eldri verslunarhúsa sem eiga að víkja, en í stað þeirra koma tvær byggingar með leikskóla og 70 einstaklings og fjölskylduíbúðum á efri hæðum.

<>

Reiknað er með að uppbygging hefjist strax í vor og íbúðirnar verði teknar í notkun á 3. og 4. ársfjórðungi 2027. Verkfræðistofan Dynja sér um byggingastjórn og eftirlit með framkvæmdum.

Böðvar Jónsson framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna sagðist ánægður með að verkefnið sé loksins komið á framkvæmdastig en undirbúningur hefur staðið í tæp fimm ár. Að jafnaði eru á bilinu 2-300 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista eftir íbúðum hjá félaginu og mun framkvæmdin hjálpa til við að vinna á þeim.

Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks, segir að hönnunarvinna arkitekta og verkfræðinga sé komin í fullan gang og að eiginlegar framkvæmdir hefjist svo í beinu framhaldi, nú á vormánuðum.

Heildarframkvæmdakostnaður verkefnisins er rúmlega 4 milljarðar króna og er verksamningurinn í alverktöku.

Heimild: Alverk ehf.