Tilboð opnuð 7. júní 2016 í gerð stjórnkerfis í Norðfjarðargöng. Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gerð stjórnkerfis í Norðfjarðargöng en þau eru um 7,9 km löng, á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Stjórnkerfið hefur það hlutverk að fylgjast með ástandi í göngunum, skrá það, stjórna loftræsingu og láta vita af öllum bilunum og ef skapast hættusástand. Innifalið í verkinu er smíði stjórn- og símaskápa, iðntölvubúnaður, forritun búnaðarins samkvæmt verklýsingu, prófun búnaðarins og gerð handbóka um kerfið.
Helstu magntölur eru:
Helstu magntölur verksins eru:
· Stjórnskápar 6 stk.
· Símaskápar 25 stk.
· Símaklefar 6 stk.
· Iðntölvubúnaður
· Forritum stjórnkerfis samkvæmt kröfum
· Prófun alls búnaðar
· Gerð handbóka um kerfið
Verki skal lokið að fullu 30. apríl 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Rafey ehf., Egilsstaðir | 112.233.854 | 129,5 | 35.137 |
Áætlaður verktakakostnaður | 86.680.838 | 100,0 | 9.584 |
Rafskaut ehf., Ísafjörður | 77.852.378 | 89,8 | 756 |
Rafmenn ehf., Akureyri | 77.096.836 | 88,9 | 0 |