Nú eru búið að grafa um helming jarðganganna í Húsavíkurhöfða. Í síðustu viku voru samtals grafnir 62 metrar og er lengd ganganna orðin 457 metrar, sem er um 48,5% af heildargraftrarlengd ganga í bergi.
Þeir sem búa og starfa næst framkvæmdunum hafa orðið varir við titring frá sprengingum undanfarið. Að sögn Bjarna Jónssonar, byggingatæknifræðings, munu áhrif frá sprengingunum fara minnkandi, því gangagröfturinn fjarlægist nú byggðina.
Hús næst jarðgöngunum voru skoðuð áður en framkvæmdir hófust og ekki hefur orðið vart við að tjón hafi orðið á mannvirkjum vegna framkvæmdanna.
Heimild: Vikudagur.is