Home Fréttir Í fréttum Bygging mosku er ekki fullfjármögnuð

Bygging mosku er ekki fullfjármögnuð

9
0
Moskan á að rísa við hlið Hjálpræðishersins. Borgarlínan á að aka fram hjá bænahúsinu. Morgunblaðið/Baldur

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær fram­kvæmd­ir við nýja mosku á Suður­lands­braut 76 í Reykja­vík hefjast.

<>

Sagt var frá því í Morg­un­blaðinu 20. fe­brú­ar síðastliðinn að Fé­lag múslima á Íslandi hefði sótt um end­ur­nýj­un á bygg­ing­ar­leyfi vegna fyr­ir­hugaðrar mosku á Suður­lands­braut 76. Þar var rifjað upp að bygg­ing­ar- og skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hefðu í ág­úst 2021 samþykkt að leyfa Fé­lagi múslima á Íslandi að byggja bæna­húsið.

Fram kom í Morg­un­blaðinu 27. ág­úst 2021 að fé­lagið fékk leyfi til að byggja mosk­una árið 2019 en að ekki hafi verið hægt að hefja fram­kvæmd­ir strax. Þá vegna þess að ekki var búið að upp­fylla ákveðin skil­yrði á borð við af­hend­ingu sér­teikn­inga, greiðslu til­skil­inna gjalda og ráðningu bygg­ing­ar­meist­ara.

Bæna­húsið verður á Suður­lands­braut 76 í Reykja­vík. Teikn­ing/​Gunn­laug­ur Stefán Bald­urs­son

Eiga eft­ir að klára teikn­ing­ar

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá arki­tekt hef­ur ekki verið gengið frá sér­teikn­ing­um en þær séu for­senda þess að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir við mosk­una. Þannig þurfi að skila inn teikn­ing­un­um til bygg­ing­ar­full­trúa. Þá sé held­ur ekki búið að ganga frá greiðslum vegna frek­ari hönn­un­ar. Fé­lag múslima á Íslandi sé að yf­ir­fara samn­inga.

Jafn­framt feng­ust þær upp­lýs­ing­ar frá lög­manni Fé­lags múslima á Íslandi að verk­efnið sé ekki full­fjár­magnað. Því sé ekki hægt að segja til um hvenær fram­kvæmd­ir hefjast. Það væri í raun ekk­ert að frétta.

Skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafa samþykkt teikn­ing­ar Gunn­laugs Stef­áns Bald­urs­son­ar arki­tekts að mosk­unni (sjá teikn­ing­una hér fyr­ir ofan). Ítar­legri teikn­ing­ar eru ekki til­bún­ar til birt­ing­ar.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is