Home Fréttir Í fréttum Leggja götur og byggja sundlaug

Leggja götur og byggja sundlaug

93
0
Reykholt í Biskupstungum þar sem búa um 370 manns. mbl.is/Sigurður Bogi

Gatna­gerð og -viðgerðir í Reyk­holti, Laug­ar­ási og Laug­ar­vatni, end­ur­bæt­ur á skóla­hús­um og íþrótta­mann­virkj­um og end­ur­bygg­ing á sund­laug­inni í Reyk­holti. Jarðbor­un eft­ir auknu heitu vatni og úr­bæt­ur á veitu­kerfi á þétt­býl­is­stöðum. Þetta eru helstu punkt­arn­ir um fram­kvæmd­ir í Blá­skóga­byggð á næsta ári, skv. fjár­hags­áætl­un sveit­ar­fé­lags­ins sem nú hef­ur verið samþykkt.

<>

Sam­an­lagður kostnaður við fjár­fest­ing­ar þess­ar og annað er áætlaður um 547 millj­ón­ir króna.

Ráðgert er að selja gamla leik­skól­ann í Reyk­holti svo og hús á Laug­ar­vatni sem Ung­menna­fé­lag Íslands leig­ir af Blá­skóga­byggð fyr­ir ung­menna­búðir. Um­rædd­ar bygg­ing­ar, sem áður hýstu starf­semi Íþrótta­kenn­ara­skóla Íslands, hafa verið til sölu um skeið, en ytri aðstæður verið þannig að sala hef­ur ekki náð í gegn.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is