Home Fréttir Í fréttum Kaldalón hagnast um 2,8 milljarða fyrir skatt

Kaldalón hagnast um 2,8 milljarða fyrir skatt

73
0
Jón Þór Gunnarsson forstjóri Kaldalóns. Ljósmynd: Eyþór Árnason

„Fyrir hvert prósent í lækkun vaxtastigs breytilegra vaxta lækka vaxtagjöld félagsins um 230 m.kr. á ársgrundvelli,“ segir Jón Þór.

<>

Heildar­hagnaður fyrir skatta hjá Kaldalóni nam 2,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins sam­kvæmt ný­birtu upp­gjöri félagsins.

Rekstrar­tekjur félagsins námu 3,2 milljörðum sem er hækkun úr 2,1 milljarði á fyrstu sex mánuðum í fyrra.

Ávöxtun eigin fjár var 17% á tíma­bilinu. Hand­bært fé Kaldalóns í lok tíma­bilsins nam 1,7 milljörðum.

Fast­eignafélagið lauk nýverið við 7,8 milljarða fast­eigna­við­skipti er félagið keypti allt hluta­fé annars vegar IDEA ehf. og hins vegar K190 hf.

„Rekstur Kaldalóns var í samræmi við horfur félagsins sem kynntar voru eftir hálfsárs­upp­gjör félagsins. Hagnaður fyrir skatta nam 2.807 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins Það sem af er seinni helmingi ársins hefur félagið staðið að gerð nýrra leigu­samninga um rými til af­hendingar á næstu mánuðum. Þá hefur félagið gengið frá við­skiptum um kaup á fast­eignafélögunum K190 hf. og Idea ehf. en áætlað er að rekstrar­tekjur félagsins aukist um 636 m.kr. á árs­grund­velli,” segir Jón Þór Gunnars­son, for­stjóri Kaldalóns, í upp­gjörinu.

Kaldalón gaf út fyrsta græna skuldabréfaflokk félagsins í október þegar seld voru skuldabréf fyrir 4 milljarða á ávöxtunarkröfunni 3,8%.

„Útgáfan er sú fyrsta sinnar tegundar hjá félaginu eftir útgáfu umgjarðar um græna fjármögnun sem hefur hlotið vottun frá Sustainalytics, leiðandi viðurkennds vottunaraðila á heimsvísu. Eftir útgáfu skuldabréfaflokksins er um 61% af heildarskuldum Kaldalóns á breytilegum vöxtum. Þannig hefur lækkun vaxtastigs jákvæð áhrif á rekstur Kaldalóns. Fyrir hvert prósent í lækkun vaxtastigs breytilegra vaxta lækka vaxtagjöld félagsins um 230 m.kr. á ársgrundvelli. Þá eru 64% af vaxtaberandi skuldum félagsins uppgreiðanlegar,“ segir Jón Þór.

Hann bætir við að þrátt fyrir núverandi vaxta­stig sé rekstrar­hagnaður fyrir mats­breytingar um­fram hrein fjár­magns­gjöld á fyrstu níu mánuðum ársins.

Kaldalón hóf endur­kaup á þriðja árs­fjórðungi. Tveimur endur­kaupaáætlunum er lokið og á félagið nú 3,01% af út­gefnu hluta­fé.

Úr uppgjöri Kaldalóns.

„Þróunar­verk­efni félagsins eru á undan áætlun og eru viðbrögð við eignum góð. Félagið metur nú frekari þróunar­kosti fyrir nýjar fast­eignir á höfuð­borgar­svæðinu og lík­legt er að frekari upp­bygging hefjist á næsta ári. Eftir­spurn í helstu eigna­flokkum félagsins er góð. Þá hefur tækifærum til vaxtar fjölgað frá fyrri hluta ársins og finna stjórn­endur fyrir aukinni hreyfingu á markaði með at­vinnu­húsnæði. Áfram eru því tækifæri til ákjósan­legs vaxtar,“ segir Jón Þór.

Heimild: Vb.is