Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur um niðurfellingu nærþjónustukjarna í Einarsnesi 36.
Tillagan felur í sér að nærþjónustukjarninn verði felldur út af aðalskipulagi og landnotkun lóðarinnar verði eftirleiðis íbúðabyggð. Óskað er eftir athugasemdum fyrir 10. janúar 2025.
Einarsnes 36 er eini nærþjónustukjarninn í Skerjafirðinum, staðsettur á horni Einarsness og Bauganess. Húsnæðið er autt en var áður Bike café, veitingastaður sem hugsaður var fyrir hjólreiðafólk og aðra gesti. Þar var einnig aðstaða til að sinna hjólum.
Takmarkaðir möguleikar á hagkvæmum rekstri
Tilefni áformaðrar breytingar er ósk lóðarhafa og húseigenda um breytta skilgreiningu lóðar. Tillagan sem nú er lögð fram er í meginatriðum samhljóða drögum sem kynnt voru í sumar en bætt hefur verið í umfjöllun um umhverfisáhrif. Að lokinni samþykkt tillögu í auglýsingu verður hún tekin til athugunar af Skipulagsstofnun og í framhaldi þess auglýst í sex vikur, sbr. 31. gr. skipulagslaga.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag
Heimild: Mbl.is