Home Fréttir Í fréttum Heimila íbúðir í verslunarrými

Heimila íbúðir í verslunarrými

41
0
Ekki rekstrargrundvöllur fyrir verslun og þjónustu. Morgunblaðið/sisi

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að aug­lýsa til­lögu að breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur um niður­fell­ingu nærþjón­ustukjarna í Ein­ars­nesi 36.

<>

Til­lag­an fel­ur í sér að nærþjón­ustukjarn­inn verði felld­ur út af aðal­skipu­lagi og land­notk­un lóðar­inn­ar verði eft­ir­leiðis íbúðabyggð. Óskað er eft­ir at­huga­semd­um fyr­ir 10. janú­ar 2025.

Ein­ars­nes 36 er eini nærþjón­ustukjarn­inn í Skerjaf­irðinum, staðsett­ur á horni Ein­ars­ness og Bauga­ness. Hús­næðið er autt en var áður Bike café, veit­ingastaður sem hugsaður var fyr­ir hjól­reiðafólk og aðra gesti. Þar var einnig aðstaða til að sinna hjól­um.

Tak­markaðir mögu­leik­ar á hag­kvæm­um rekstri

Til­efni áformaðrar breyt­ing­ar er ósk lóðar­hafa og hús­eig­enda um breytta skil­grein­ingu lóðar. Til­lag­an sem nú er lögð fram er í meg­in­at­riðum sam­hljóða drög­um sem kynnt voru í sum­ar en bætt hef­ur verið í um­fjöll­un um um­hverf­isáhrif. Að lok­inni samþykkt til­lögu í aug­lýs­ingu verður hún tek­in til at­hug­un­ar af Skipu­lags­stofn­un og í fram­haldi þess aug­lýst í sex vik­ur, sbr. 31. gr. skipu­lagslaga.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is