Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, áformar að hefja framkvæmdir við Vesturhöfn í vor. Gangi allt að óskum munu fyrstu íbúðirnar koma á markað 2027. Svæðið hefur einnig verið nefnt Vesturbugt en það er milli Mýrargötu 26 og Icelandair Marina-hótelsins.
Reykjavíkurborg samþykkti tilboð M3 fasteignaþróunar í byggingarréttinn í byrjun október og hefur félagið lokað bílastæðinu sem var á lóðinni. Kaupverð var um 3,2 milljarðar með gatnagerðargjöldum.
Færa þarf götuna
„Ef vel gengur að afla leyfa fyrir teikningum og öðru áforma ég að byrja að byggja í vor en samhliða þarf borgin að færa Rastargötuna nær höfninni. Jafnframt þurfa Veitur að færa lagnir og gera þarf sitthvað fleira áður en hægt er að hefjast handa,“ segir Örn.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is