Home Fréttir Í fréttum Altjón eftir að kviknaði í út frá rafmagni

Altjón eftir að kviknaði í út frá rafmagni

86
0
Eldurinn kom upp í íbúðarhúsnæði í Fossvogi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Altjón varð á raðhúsi við Kúr­land í Foss­vogi í fyrrinótt þegar mik­ill eld­ur kom upp. Tveir komust af sjálfs­dáðum út úr hús­næðinu. Vett­vangs­rann­sókn er lokið og sam­kvæmt bráðabirgðaniður­stöðu kviknaði í hús­inu út frá raf­magni, nán­ar til tekið út frá straumbreyti sem stýr­ir ljósa­búnaði.

<>

„Bráðabirgðaniðurstaða seg­ir að eld­ur­inn hafi kviknað út frá raf­magni,“ seg­ir Guðmund­ur Páll Jóns­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu barst út­kallið um klukk­an þrjú aðfar­arnótt sunnu­dags. Allt til­tækt slökkvilið var sent á staðinn. Mik­ill eld­ur og reyk­ur barst frá hús­inu.

Reykkafar­ar fundu heim­il­is­dýr sem hafði ekki kom­ist út og end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir báru ekki ár­ang­ur. Íbúar hús­næðis­ins voru flutt­ir á slysa­deild.

„Það er altjón á hús­næðinu,“ seg­ir Guðmund­ur.

Heimild: Mbl.is